Verkeftirlit fyrir HS Orku

Átak hefur tekið að sér verkeftirlit með öllum vél-, stjórn- og háspennubúnaði í Brúarvirkjun sem HS Orka er að byggja á suðurlandi. Við munum vera með 1-2 starfsmenn á svæðinu reglulega fram að næsta sumri þegar stjórnbúnaður verður prófaður en þá munum við sjá til þess að allt virki eins og það á að gera.

Sú mikla reynsla sem Átak hefur frá virkjunarframkvæmdum bæði hérlendis og erlendis mun nýtast vel í þessu verkefni og hlökkum við til að bæta meiri reynslu í bankann.

Um verkefnið á vef HS Orku