Styrkur til Björgunarfélagsins Blöndu

Björgunarfélagið Blanda fékk nýverið rausnarleg gjöf frá rafmagnsverkstæðinu Átaki, sem nýtast mun vel í nýju húsnæð félagsins á Miðholtinu á Blönduósi. Um er að ræða 36 Opple ledljós sem munu lýsa upp tækjasal félagsins og gott betur. Á facebooksíðu Blöndu eru eigendum Átaks færðar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf, sem og fyrir stuðninginn sem félagið hefur fengið frá þeim í gegnum tíðina.

„Þetta framtak á eftir að nýtast félaginu vel og létta undir með okkur með að flytja inní nýtt fullbúið húsnæði á næstu mánuðum,“ segir á facebooksíðunni.

Á meðfylgjandi mynd eru Valur Valsson og Anton Haraldsson, starfsmenn Átaks, að afhenda Arnari Frey, stjórnarmanni í Blöndu, ljósin.